Verktakaspillingin komin

Punktar

Árborg hefur breytt skipulagi, ætlar að taka lóð eignarnámi, rífa þar hús og reisa stórhýsi. Ekki hefur verið talað við eigandann. Yfirgangur hreppa er hinn sami í Árborg sem í Kópavogi eða Reykjavík, hvaða flokkar sem eru við völd. Athyglisvert er þó, að Framsókn er í stjórn á báðum stöðum. Í Bandaríkjunum er meira en helmingur allrar spillingar talinn tengjast sveitarstjórnum og skipulagsnefndum, sem makka við verktaka. Hér á landi virðast þessir opinberu aðilar í auknum mæli þjónusta verktaka, til dæmis í Örfirisey og við Mýrargötu. Ég tel, að ameríska spillingin sé komin.