Vernda þá voldugu

Punktar

Fleiri en verzlunareigendur hafa hagsmuni af reglum um opnunartíma. Starfsfólk verzlana og þjónustu hafa líka hagsmuni. Það eru „stakeholders“. Opnunartími á hátíðisdögum snýst ekki bara annað hvort um guð eða rekstur. Hann snýst líka um launafólk. Sá réttur hefur kerfisbundið verið rýrður síðustu áratugi og verður enn rýrður, ef TISA nær fram að ganga. Nú þarf uppreisn gegn yfirgangi þeirra, sem hafa völd yfir launafólki. Frumvarp Bjartrar framtíðar og Pírata um „að atvinnurekendur fái að ráða því sjálfir hvort þeir hafa opið á hátíðisdögum“ skortir alla sýn á hagsmuni starfsfólks. Snýst bara um frelsi hinna voldugu.