Evrópusambandið bætir rétt flugfarþega. Hefur hækkað bætur, sem flugfélög þurfa að greiða vegna seinkunar, yfirbókana og brottfalls flugs. Mörg lönd fara ekki eftir reglunum, einkum Bretland. Evrópusambandið krefst umbóta. Samkvæmt rannsókn þess eru 55% seinkana af völdum flugfélaganna sjálfra, 16% vegna flugvalla og aðeins 9% vegna veðurs. Núna á að borga 600 evrur eða yfir hundraðþúsund krónur hverjum farþega, sem missir af flugi vegna yfirbókunar eða brottfalls flugs. Á flugvöllum eiga að vera skýrt merkt borð, þar sem greiddar eru skaðabætur fyrir yfir tveggja tíma seinkanir.