Edward Snowden er einn af merkismönnum áratugarins, þar í hópi með Bradley Manning. Báðir láku upplýsingum úr kerfinu um ofurglæpi Bandaríkjastjórnar. Snowden um hleranir Barack Obama og Manning um stríðsglæpi George W. Bush í Afganistan og Írak. Afleiðingin er sú, að ríki, sem áður var talið fyrirmynd Vesturlanda, er nú fyrirlitið af öllu heiðarlegu fólki. Sjálfgefið er, að Wikileaks, IMMI og Píratar reyni að fá Ísland til að veita Edward Snowden hæli áður en glæpalýður CIA klófestir hann. Þröskuldur er þó þar í vegi, þar sem er ný ríkisstjórn Íslands, sem af eðlisávísun hefur óbeit á kerfisleka.