Verndun skattsvikara

Punktar

Bjarni Benediktsson ætti að hætta að vera með múður vegna kaupa á skattagögnum. Gögnin á að kaupa á sömu kjörum og önnur ríki í Vestur-Evrópu hafa gert. Hann á ekki að þyrla upp séríslenzkri lagatækni og reyna að kenna skattrannsóknastjóra um skandalinn. Ef Þýzkaland keypti gögnin, þá getur Ísland örugglega keypt sín gögn. Viku eftir viku er Bjarni með undanbrögð, sem öll miða að fyrningu þessa mikilvæga máls. Raunar hefur hann aldrei viljað kaupa þau. Það stafar af, að liðið í kringum hann hefur stolið undan skatti og falið þýfið í skattaskjólum. Flóknara er það ekki. Bjarni heldur því áfram að skjóta upp púðurskotum sínum.