Verra ástand í Írak

Punktar

Viðtöl vestrænna blaðamanna við borgara á götum Bagdað sýna verra ástand en var á tíma Saddam Hussein. Harðstjórn hann beindist gegn afmörkuðum hópum, en hernám vesturveldanna beinist gegn almenningi. Fólk skortir vatn til drykkjar og enga vinnu er að hafa. Olía og benzín fást ekki í þessu mikla olíuríki. Innviðir samfélagsins hafa verið rústaðir, sagan líka. Landflótti frá Írak er vaxandi. Hernámsstjórar og leppstjórar hafa engin tök á fólki. Þeir fela sig á græna svæðinu, sem varð fyrir fimmtán mínútna stórskotaárás á páskadag. Það er lélegt skrípó að telja ástandið fara batnandi í Írak.