Er Kasakstan eins og Borat lýsir því? Carole Cadwalladr hjá Observer flaug þangað til að kanna, hvort landið sé eins og Sacha Baron Cohen lýsir því í grínmynd sinni. Hún komst að raun um, að þar drekka menn ekki hrossahland, heldur gerjaða hrossamjólk, sem er á bragðið eins og hrossahland. Hún komast að raun um, að þar hata menn ekki gyðinga, heldur er bara illa við þá. Kakan á kaffihúsinu heitir Negri í rjóma. Henni fannst landið nánast skelfilegra en Borat lýsir. Þar ræður ríkjum einræðisherrann Nursultan Nasarbajev, sem hefur komið ógrynni fjár á erlenda bankareikninga.