Verra en Mogginn

Punktar

Fréttablaðið birti í gær aðalfrétt á forsíðu um reiðhjólahjálma Eimskips. Hún fjallar með misvísandi orðalagi um pantaða skoðanakönnun. Umræðan um hjálmana hefur eingöngu snúist um auglýsinguna á þessum hjálmum. Könnunin snýst samt ekki um auglýsinguna, heldur um aðild Kiwanis. Morgunblaðið sagði hins vegar heiðarlega, hversu villandi orðalag spurningarinnar var. Fréttablaðið var á klúran hátt að reyna að segja, að ljótt væri að hafna hjálmunum. Fréttablaðið hefur versnað ört á síðustu vikum. Ber þess merki, að fagleg sjónarmið ráða ekki ferð í vali og framsetningu frétta. Sjáið líka forsíðufréttir blaðsins síðustu daga af Ólamálinu í Hæstarétti.