Auðvelt er að hefja viðskipti við Vodafone, engin fyrirhöfn. Annað er að losna úr viðskiptum við það. Þá finna starfsmenn fyrirtækisins alls konar meinbugi á slíku. Þeir halda áfram að senda reikninga. Vodafone selur fólki netsímasamband án fyrirvara um tölvustýrikerfi. Svo kemur í ljós, að forrit Vodafone er lélegt og passar ekki við algengt stýrikerfi. Þá ber auðvitað að slíta viðskiptunum. En Vodafone þrjóskast við og setur í gang hverja hindrunina á fætur annarri. Notandinn virðist eiga að koma til Íslands til að losna úr þrælahaldinu. Vodafone er verra en ríkiseinokun. Passið ykkur.