Sameinuðu þjóðirnar staðfestu á laugardaginn, að rætzt hafa verstu spár um vistkerfi mannsins. Við erum á hraðari leið til glötunar en áður var talið. Litlar breytingar til viðbótar á hitastigi munu hafa rándýrar afleiðingar. Skýrsla vísindanefndar samtakanna verður lögð til grundvallar viðræðum, sem eiga að leysa af hólmi Kyoto-bókunina. Hún rennur út eftir fimm ár og hefur þegar reynzt hafa gengið of skammt. Að venju vilja Bandaríkin áfram skíta í bælið sitt. Þau hafa stuðning Indlands og Kína, sem eru upprennandi sóðar heimsins. Í þessum ríkjum er fólk sátt við, að börn sín lendi í skítnum.