Veruleikafirrt glærufræði

Punktar

Alls kyns glærufræðingar segja okkur, að rafmagnskapall til útlanda muni leiða til 400 milljarða króna ábata. Jafnframt kemur fram, að samhliða þurfi að hækka rafmagnsverð almennra notenda. Hvernig ábatinn leiðir til hærra orkuverðs er nokkuð, sem aðeins veruleikafirrtir glærufræðingar skilja. Nýlega sagði annar glærufræðingur, að auðlindarenta kvótagreifa þyrfti að lækka. Þeir hafa tekið út svo aukinn arð, að greiðslugetan er í lamasessi. Annar veruleikafirrtur glærufræðingur er þar á ferð. Við getum treyst því, að tölur frá glærufræðingum eru ætíð rangar og oft gersneyddar heilbrigðri skynsemi. Það heitir glærufræði.