Allur heimurinn fylgist með dauðastríði bandaríska heimsveldisins. Í blöðum og á vefnum rökræða vísir menn um einstök atriði þess. Umheimurinn gerir sér grein fyrir alvöru málsins. Evrópskir pólitíkusar streitast gegn aðild að ofbeldi gegn Afganistan, Írak, Íran. Og svo framvegis. Menn reyna að sogast ekki inn í hvirfilvind hernaðar og hryðjuverka. En Bandaríkjamenn eru meðvitundarlausir um stöðuna. Fólk og fjölmiðlar eru veruleikafirrt fyrirbæri þar í landi. Bandaríkjamenn endurkusu Bush árið 2003. Og nú er talið, að stríðsóramaðurinn John McCain fái nærri helming atkvæða í haust.