Veruleikinn birtist hægt

Punktar

Flókin röð tilrauna til stjórnarmyndunar dregur hana á langinn. Á móti kemur í ljós, hvar eru helztu sáttaefni og ágreiningsefni flokka. Nú sést til dæmis, að  Sjálfstæðisflokkurinn er bófaflokkur, sem hafnar markaðsrekstri í sjávarútvegi. Og að Viðreisn og Björt framtíð eru hörð á markaðsrekstri. Þegar Katrín Jak fær umboðið, kemur í ljós, hvar Vinstri græn standa í uppboðum veiðileyfa og öllum fiski á markað. Þá kemur líka í ljós, hversu langt er hægt að ganga í innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Líklega eru allir sammála innspýtingu fjár í heilsukerfið. Litlu skiptir, hvernig fer með þjóðaratkvæði um EBE, aðild verður ekki samþykkt í náinni framtíð.