Davíð Loga Sigurðssyni á Mogga ofbýður harðskeytt málefnaumræða í fjölmiðlum og bendir á, að farið sé að kalla menn lygara, geðsjúklinga og áróðursmenn fyrirtækja. Hann telur sök á gengislækkun pólitískrar umræðu einkum liggja hjá þeim, sem nota orð af þessu tagi. Ég tel meiri sök liggja hjá hinum, sem sakaðir eru um ofangreint athæfi. Annars vegar er þjóðfélagið orðið gegnsærra og hins vegar haga stjórnendur þess sér á grófari hátt en áður, allt frá Kárahnjúkavirkjun yfir í stríð við Írak. Afleiðingarnar verða harkalegri skoðanaskipti, sem falla ekki í kram hins kerfislæga Mogga.