Veruleikinn er kaldur

Punktar

Margt geta píratar lært af þessum kosningum. Til dæmis, að mikill meirihluti kjósenda vill litlar eða engar breytingar. Þjóðin er íhald. Hrædd við breytingar, svo ekki sé talað um byltingar. Í stjórnarsamstarfi kemst þú lengra með litlar breytingar en miklar. Í stjórnarstefnu er miklum breytingum yfirleitt frestað. Töluvert af stefnu pírata eru miklar breytingar, sem fela í sér langtíma-markmið. Ekki er hægt að gera ráð fyrir, að þingmenn pírata geti efnt öll loforð. Úti í mýri eru yfirlýsingar um persónulegt mat á einstökum þingmálum. Við núverandi aðstæður stendur allur þingflokkurinn saman, þótt gaman gæti verið að spöglera.