Sukkið í fjárglæfrum á kostnað skattgreiðenda er orðið meira en það var í sukki Geirs H. Haarde. Öllu er til tjaldað. Gæludýrinu Thorsil á að halda á floti með peningum úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Annað gæludýr á að fá ókeypis flutning á rafmagni frá fyrirhugaðri einkavirkjun Hvalár á Ströndum. Landsnet á að kosta langa línu frá Hvalá til Geiradals, svo að hægt sé að nýta orkuverið. Á þessum slóðum er miklu nær að stofna þjóðgarð norðan frá Hornströndum og suður fyrir Drangajökul. Þarna ætti að vera óbyggt svæði, komandi kynslóðum til yndis og slökunar. Í það ætti ríkisféð að fara, ekki í tilgangslausar rafmagnslínur.