Ófarir Bandaríkjanna í Afganistan og Írak, Sómalíu og Líbanon spá ekki góðu um árangur fyrirhugaðrar innrásar í Íran. Frá Víetnam-stríðinu hefur verið ljóst, að Bandaríkin ná hvergi fram vilja sínum með hervaldi. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa forseta, sem er margfalt skæðari í manndrápum en Saddam Hussein var. Saddam drap hundrað þúsund, en Bush drap fimmhundruð þúsund. Eða milljón. Erfitt er að læra af reynslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heldur til dæmis, að unnt sé að bæta lífskjör Afgana í skjóli byssustingja. Vestrænum gæðum verður ekki troðið ofan í kok á almenningi.