Stuðningur við mannréttindi minnkar ört á vesturlöndum. Flokkar á hægri jaðri útlendingahaturs hafa fest rætur í mörgum löndum. Framsókn græddi tvo fulltrúa í borgarstjórn út á múslimahatur. Straumur flóttamanna yfir Miðjarðarhafið er benzín á bálið. Hratt færist áherzlan frá björgun mannslífa yfir í að hindra flutninginn. Mál einstakra hælisleitenda verða ekki lengur könnuð hvert fyrir sig. Þeir verða strax og án skoðunar sendir til baka eins og Ástralía gerir. Evrópa vill gera Líbýu að landamærastöð, sem gegn gjaldi stöðvar flóttamenn. Það blasir við, að Evrópa vill ekki fá milljón miðafríkumenn yfir Miðjarðarhaf.