Vestrænn viðbjóður

Punktar

Valdarán hersins í Chile fyrir réttum fjörutíu árum markaði tímamót í mati margra vesturlandabúa á stöðu sinni í heiminum. Að undirlagi Bandaríkjanna og með virkri aðild leyniþjónustunnar var löglegri ríkisstjórn velt úr sæti. Borgarar landsins voru pyntaðir og fólk látið hverfa þúsundum saman. Spámenn Hannesar Hólmsteins voru kallaðir til að stjórna landinu með atvinnuhruni og lífskjarahruni. Fremstur fór þar í flokki hinn ógeðfelldi Milton Friedman. Margir vesturlandabúar sáu viðbjóð eigin forusturíkis, Bandaríkjanna, svo og viðbjóð frjálshyggjunnar. Sumir Íslendingar hafa ekki séð þann viðbjóð enn.