Fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi lýsti vel í gær mun á lýðræði í Bandaríkjunum og í Evrópu, einkum Frakklandi. Felix G. Rohatyn segir í International Herald Tribune, að sambúðin muni lagast, þegar Bandaríkin hafi losnað úr “krabbameini Íraks”. Lýðræði vestan og austan hafs muni áfram vera misjafnt, en menn muni geta farið að tala saman. Bandaríkin muni að loknum George W. Bush færast í átt til aukinnar velferðar að hætti Evrópu. Lýsing Rohatyn á misjöfnum grundvallaratriðum hugsunar í Evrópu og Bandaríkjunum er mjög góð. Hún er sett fram í stuttu og aðgengilegu máli.