Þjóðfélagið vex um 2% á ári, um 2% á mann á ári, ef það er heppið. Vöxtur meðalfyrirtækis er svipaður. Arðsemi vinnu og fjármagns eykur samanlagt verðgildi um þessi 2% á ári. Þeir, sem taka lán upp á hærri vexti en 2%, telja sér bara trú um, að þeir geti notað handbært fé með meiri árangri. Tíu prósent vextir eru rugl og tuttugu prósent refsivextir ættu að varða við Litla-Hraun. Fjárglæframenn og fölmiðlar telja okkur trú um, að við getum grætt tíu-tuttugu prósent á hverju ári. Samt enda flest ævintýri í sorg. Tvö prósent árangur er eðlilegur. Vextir á Íslandi eru út úr kú.