Vextirnir gera gæfumuninn

Punktar

Ýmislegt hefur sjálfkrafa gerzt, sem gerir IceSave samninginn betri en ella. Matið á innheimtum Landsbankans er orðið bjartsýnna. Líkur benda til, að bankinn eigi fyrir IceSave skuldinni. Líka hefur krónan hækkað í verðgildi. Mesta breytingin er svo á vöxtunum. Þeir eru komnir niður í 3,2%, meðan Írar borga 5,8%. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni telur, að nýi samningurinn kosti 47 milljarða, en að sá fyrri hefði kostað 162 milljarða. Margt annað er til bóta í samningunum, til dæmis öryggisákvæði, ef allt fer á versta veg. En þetta eru aðalatriðin og gera nýja samninginn þolanlegan.