Við ætlum ekki að gleyma

Punktar

Varaformenn stjórnmálaflokkanna skrifa grein í Fréttablaðið til að hvetja fólk að horfa fram á veg. Fólk gerir það samt án hvatningar. Hér varð bara bankahrun. Atvinnulífið hélt áfram og hefur síðan gengið á næstum fullum dampi. Þorri fólks gengur til vinnu sinnar og horfir fram á veginn. Ríkið varð fyrir miklu tjóni vegna bankahrunsins og þarf að leggja hærri skatta á fólk. Sumir misstu atvinnuna og sumir lentu í skuldatjóni. Ríkið reynir að hjálpa því fólki. Við horfum semsagt fram á veginn og búumst við skárri tíð. Við ætlum samt ekki að gleyma að gera upp sakir við þá, sem ollu tjóninu.