Þegar við erum búin að segja Já við ágætum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu, vendum við okkar kvæði í kross. Við sendum reikninginn beint til Björgólfs Thor Björgólfssonar. Hann tók 32 milljarða út úr Landsbankanum sama dag og bankinn hrundi. Peningarnir fóru til pappírsfélaga, sem Björgólfsfeðgar áttu eða stjórnuðu, einkum til Straums. Þetta jafngildir IceSave og er bara hluti af því fé, sem feðgarnir stálu úr bankanum. Sérstakur saksóknari höfðar senn sakamál gegn þeim. Í kjölfar þess á ríkið að höfða skaðabótamál gegn þeim. Við verðum að borga IceSave, en höfum endurkröfuréttinn og beitum honum.