Við borgum ekki

Punktar

Skattgreiðendur segja: Við borgum ekki. Þeir láta ekki yfir sig ganga, að Íbúðalánasjóður verði látinn afskrifa húsnæðisskuldir á þeirra kostnað. Gamlingjar segja: Við borgum ekki. Þeir láta ekki yfir sig ganga, að lífeyrissjóðir verði látnir afskrifa húsnæðisskuldir á þeirra kostnað. Hingað og ekki lengra, segja þessir hópar. Þeir taka ekki á sig meiri kostnað af aðild heimilanna að ruglinu fyrir hrun. Þá tóku menn 90% eða 100% lán fyrir húsum og bílum. Bankarnir, sem buðu þetta rugl, mega blæða, ekki skattgreiðendur og gamlingjar. Óráðsíufólkið er farið að seilast of langt.