Við erum á fullum dampi

Punktar

Mikið af skráðu atvinnuleysi er kerfislægt. Telur þá, sem vilja ekki vinna, eru í svartri byggingavinnu eða ferðaþjónustu. Þegar skráð atvinnuleysi er komið niður í 7,4%, má telja, að raunverulegt atvinnuleysi sé horfið. Svo lág tala hefur ekki sézt frá hruni. Á sama tíma eru bankarnir að fyllast af handbærum peningum. Landsbankinn á 220 milljarða handbæra og Íslandsbanki á 160 milljarða handbæra. Ýmist vill fólk ekki taka lán eða að bankar treysta ekki þeim, sem vilja taka lán. Þarna er skortur á aðlögun, sem tekur tíma. Tölur um atvinnu og fé í bönkum sýna, að atvinnulífið gengur á fullum dampi.