Við erum Afríkumenn

Punktar

Samkvæmt fundi 300.000 ára gamalla mannabeina í Eþiópíu er nútímamðurinn, Homo Sapiens, upprunninn í Afríku eins og ýmsar eldri tegundir mannsins, Homo Erectus og fleiri. Áður hafði verið talið hugsanlegt, að nútímamaðurinn hafi orðið til annars staðar en í Afríku, þótt eldri og útdauðar ættkvíslir mannsins séu þaðan. Beinin í Eþiópíu eru ótrúlega lík beinum hávaxinna og grannra nútímamanna. Áður höfðu ekki fundizt Homo Sapiens bein eldri en 100.000 ára gömul. Frá þessu segir John Noble Wilford í New York Times.