Við erum ekki á verði

Punktar

Við verðum að skilja eðli hryðjuverka til að geta varizt þeim. Brýnt er að átta sig á, að þau eru ekki bundin við átakasvæði. Þeim getur lostið niður hvar sem er. Við megum heldur ekki gleyma hættunni af að vera aðilar að krossferð trúarofstækis Bandaríkjanna gegn áhangendum Íslams. … Flestir skilja, að hryðjuverk geta blómstrað án aðildar óvinaríkja. Bandaríkin voru illa undir 11. september búin, af því að ríkisstjórnin var með ríkið Írak á heilanum, en ekki hreyfinguna Al Kaída. Eftir hryðjuverkið héldu Bushítar áfram að leita að rótum þess í herráði Saddam Hussein. …