Við erum grænar

Punktar

Spunakerlingar og almannatenglar í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa klæðst grænu gervi og ganga berserksgang í grænni stefnu. Dagblöð hafa tekið upp grænar útgáfur, einkum á vefnum. Almannatenglar telja, að næstu áratugi verði græn stefna efst á baugi í samfélaginu. Þeir vilja koma sínum fyrirtækjum fyrir á þeim slóðum í litrófinu. Einkum telja þeir heppilegt að auka í senn efni fyrir konur og græningja. Væntanlega af því að konur eru grænni en karlar, sem hafa áhuga á álverum og öðru úreltu. Sprig.com hjá Washington Post er gott dæmi um þessa grænu kvennaþróun. Sjá IHT.