Við erum komin fyrir vind

Punktar

Við erum komin fyrir vind í fjármálum. Ef ríkið tekur ekki á sig fleiri vandræðamál. Ef bankarnir einir ganga frá bankaskuldum heimila. Þá er allt á hægri uppleið í samfélaginu. Atvinna vex á næsta ári og skerðing lífskjara stöðvast. Mikilvægt er, að gengi krónunnar styrkist ekki meira að sinni en orðið er. Lága gengið temprar óþarfa eyðslu. Innviðir samfélagsins eru sterkir og atvinnulífið er á 92% dampi. Það er frábært eftir heilt banka- og Davíðshrun. Að vísu reyna margir að hindra uppsveifluna. Fremst fara þar Sjálfstæðisflokkurinn og fortíðarsamtök atvinnu- og verkalýðsrekenda.