Við erum ofsalega rík

Punktar

Verði raforka seld á markaðsvirði til stóriðju og á rafstreng til Evrópu, munu orkutekjur sex-áttfaldast. Þar með mun auðlindarenta þjóðarinnar vaxa um tugi milljarða á ári. Greiða þarf niður orkuverð til almennings til að brúa bilið milli markaðsverðs og almannaverðs. Nettóhagur þjóðarinnar mun samt nema tugum milljarða á ári. Sami hagnaður verður af markaðsverði á auðlindarentu útgerðar, tugir milljarða á ári. Markaðsbúskapur auðlinda mun borga niður þjóðarskuldir, tryggja öllum ókeypis heilsugæzlu, borga nýjan Landsspítala, vernda skólakerfið og borga ellilífeyri. En þá þarf að reka bófana úr ríkisstjórn og af alþingi.