Á erfiðum tímum þarf ríkisstjórn að njóta virðingar. Þarf til dæmis að geta sagt okkur að herða sultarólina. Þarf að tala eins og Churchill í upphafi stríðsins: “We shall fight on the beaches …” Ímyndunarafl mitt sér ekki fyrir sér hrunverja Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs við stjórn. Núverandi ríkisstjórn er sú eina, sem getur veitt ríkinu siðferðisforustu og reisn. Henni er sjálfri um að kenna, að svo er ekki. Landráðamenn fara sínu fram án tillits til ástandsins. Bankar haga sér eins og jafnan áður. Flugvirkjar og flugumferðarstjórar vilja verkfall. Hver otar sínum tota. Það gengur ekki.