Ísland sígur hægt niður lista Sameinuðu þjóðanna um lífsgæði, Human Development Index. Er nú komið niður í 16. sæti, sígur um svona eitt sæti á ári. Lífsgæði eru þarna metin eftir ævilíkum, skólagöngu, landsframleiðslu og ýmsu fleiru. Noregur er í efsta sæti, svo að ekki er skrítið, að Íslendingar streymi þangað. Enn telst þó Ísland til hóps vesturevrópskra ríkja, er ekki enn dottið niður í hóp þróunarríkja. En það gerist auðvitað hratt, ef núverandi stjórnarfar heldur áfram lengi enn. Með skipulögðum árásum á heilsu og menntun. Við gætum á næsta ári fallið niður fyrir Suður-Kóreu og Ísrael. Og svo blasir við brekkan niður.