Ríkisstjórnin þarf að nýta sveiflu evrópskra fjölmiðla í átt til íslenzkra IceSave-sjónarmiða. Hún þarf að sýna, að málið sé ekki Íslendingum að kenna, heldur Landsbankanum. Hún þarf að ýta á lagaleg úrræði gegn þeim, sem gerðu IceSave að skrímsli. Ef ekkert gerist, telja útlendingar, að ríkisstjórnin sé að hylma yfir með bankanum. Það hefur nefnilega stórpólitískt gildi að persónugera vandann, enda er hann persónubundinn. Því fyrr sem helztu stjórnendum Landsbankans er stungið inn, þeim mun betur skilja útlendingar, að Íslendingar eru að reyna að koma lögum og siðum yfir glæpalýðinn.