Við þurfum ruddalegri skrif

Fjölmiðlun

Bankahrunið sýndi, að umræðan í samfélaginu var áður of orðvör. Við vorum ekki nógu brútal í skrifum. Þjóðfélagið var of teprulegt. Tilefni voru og eru til að kveða fastar að orði og það gerir internetið vel. Umræðan er því gerbreytt. Bloggið hefur tekið við af greinum í dagblöðum. Þar er notað orðbragð, sem hæfir ljótum heimi. Hugtakið einkalíf er líka orðið þrengra. Það nær ekki lengur til fjármála. Núna er hlegið að “bankaleynd”, því að fólk sér, að hún er bara skálkaskjól. Netið hefur víkkað út velsæmismörk og það er fínt. Við þurfum ruddalegri skrif um inngróinn skítinn í samfélaginu.