Við þurfum þjóðarsátt

Punktar

Þurfum þjóðarsátt um ýmsa velferð, sem meirihluti þjóðarinnar óskar eftir. Sátt um ókeypis skóla og ókeypis heilsuþjónustu. Raunar er það ekkert annað en ósk um norræna og vesturevrópska velferð. Þurfum líka sátt um lágmarkslaun, sem nægja fyrir húsnæði og daglegum þörfum. Þurfum sátt um stóra innspýtingu í byggingu ódýrra smáíbúða. Sjálfstæðisflokkurinn er gráðugi bófaflokkurinn, sem stendur í vegi slíkrar þjóðarsáttar. Framsókn, Miðflokkur og Vinstri græn hafa reynzt viljug til að styðja bófana í þessu. Við þurfum að koma bófaflokknum niður fyrir 20% fylgi, því að með núverandi 25% fylgi stjórnar hann í raun öllum ríkisþráðum.