Útvegsráðherra Noregs sakar útvegsráðherra Íslands um skort á mannasiðum. Elisabeth ASPAKER hefur aðra sögu að segja af makrílviðræðunum en Sigurður Ingi Jóhannsson. „Ég álít óheppilegt, að ekki séu gefnar réttar upplýsingar um þetta. Ég er líka nokkuð undrandi á því hranalega orðalagi, sem íslensk yfirvöld nú nota um Norðmenn . . . Ég er sannfærð um, að allir málsaðilar muni hagnast á því að koma hver fram við annan af kurteisi og virðingu“ sagði hún. Ennfremur að „Íslendingar hafi – einir samningsaðila – ekki viljað sætta sig við takmarkanir á fiskveiðum íslenskra fiskiskipa í lögsögu annarra ríkja, svo sem við Grænland.“ Við töpum oft á tuddalegum ráðherrum.