Við treystum ekki bankaleynd

Punktar

Við treystum ekki yfirmönnum endurreistu bankanna. Við vitum ekki, hvers vegna þeir eru í þessum störfum. Við vitum bara, að val þeirra var leyndó. Þegar þeir fela sig bakvið bankaleynd, treystum við þeim ekki. Þegar þeir neita að hafa brotið samkeppnislög, treystum við þeim ekki. Við teljum, ófært, að nýir og gamlir yfirmenn banka geti falið sig að baki bankaleyndar og almennra yfirlýsinga. Við búum í limbó þessa dagana. Að þjóðinni allri er sótt með ábyrgðir vegna vitlausra ákvarðana. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að óháður aðili þefi af verkum yfirmanna, sem enginn treystir nema Geir.