Komið hefur í ljós, að orkumenn túlka rannsóknaleyfi svo vítt, að þeir hefja umfangsmiklar framkvæmdir á slíkum grundvelli og framleiða jafnvel orku til sölu. Rannsóknaleyfi getur því leitt til skemmda á náttúruperlum, sem þá er orðið of seint að verja, er kemur að framkvæmdaleyfi. Orkuveita Reykjavíkur nú að skakast með vegi og borplön um Skarðsmýrarfjall og Hverahlíð, án þess að löglegt framkvæmdaleyfi sé til. Skipulag ríkisins hefur óskað eftir greinargerð um þennan framúrakstur Ölvushrepps og Orkuveitunnar, en hefur engar skýringar fengið. Orkuvargar vaða bara fram.