Victoria Frances Taylor segir í meistaraprófsritgerð sinni, að á Íslandi hafi ósnortið víðerni minnkað um 68% frá árinu 1936. Miðar hún þá við minnst 25 ferkílómetra svæði í meira en fimm kílómetra fjarlægð frá mannvirkjum. Sú er skilgreining víðernis í lögum um náttúruvernd. Með sama áframhaldi verða engin víðerni lengur til eftir árið 2032. Með ofsafenginni græðgi glutrum við niður verðmætri auðlind. Of lengi hafa verktakavinir ráðið ríkjum hér á landi. Kominn er tími til að segja STOPP. Fyrir löngu er komið meira en nóg af áli og stíflum, sem leggja aðeins 2,5% til vinnsluvirðis þjóðarbúsins.