Viðkunnanlegri

Punktar

Vegna prófkjörsins verða framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík viðkunnanlegri í vor en þeir voru síðast. Guðlaugur er viðkunnanlegri en Björn, sem var orðinn markaður af þráhyggju, heift og hernaðarbrölti. Guðfinna og Illugi eru viðkunnanlegri en frjálshyggjugaurarnir Sigurður Kári og Birgir. Síðast en ekki sízt er Geir mun viðkunnanlegri en Davíð, sem var búinn að vera of lengi við völd. Kannski leggjast vistkerfsmál skár í flokkinn en áður. Hins vegar er ofmælt, að hlutur kvenna sé merkilegur þarna, sennilega sá lakasti hjá nokkrum flokki hér á landi.