Viðkvæmir minnihlutar

Punktar

Enginn truflast, þegar ég ber saman guð almáttugan og Albert Guðmundsson. Engri ró er raskað, þótt ég efist um eingetnað Krists. Enginn fær flog, þótt ég kalli hvítt fólk bleikskinna eða grámyglur. Sumir minnihlutahópar eru hins vegar viðkvæmir fyrir orðavali. Múslimar láta skrípó af Múhameð spámanni æsa sig upp. Svertingjar ganga af göflunum út af orðunum negri og surtur. Fjölmenningarhyggja er komin í ógöngur, þegar menn skera upp herör gegn vali á orðum og myndum. Einfaldast til velfarnaðar og ánægju í lífinu er að gefa öðrum ekki færi á æsa sig upp. Minnihlutahópar eiga að læra það.