Sigmundur Davíð forsætis skipaði þriggja manna nefnd til að kanna, hvernig megi minnka sveiflur í peningamagni í umferð. Skipaði auðvitað hinn sérvitra Frosta Sigurjónsson sem formann. Frosta líkaði illa selskapið í nefndinni. Samdi sitt eigið álit á enskri tungu og bar það svo undir hina tvo. Þeir sögðu nei takk. Frosti sá ekki aðra kosti en að setja fram sitt eigið álit. Auðvitað dregur úr gildi þess, að bara einn nefndarmaður skrifar undir. Niðurstaða Frosta er, að tekið verði upp lokað þjóðpeningakerfi, sem hafnað var um heim allan fyrir áttatíu árum. Gott dæmi um þörf þjóðlegra ráðamanna fyrir séríslenzka galdra.