Viðreisn tókst fyrir kosningar að telja fólki trú um, að hún væri frjálslyndur flokkur á miðjunni. Margir vöruðu við þessum orðum, enda komu frambjóðendurnir flestir úr yfirstéttinni. Ég benti á, að fortíð frambjóðenda Viðreisnar benti til hægri stefnu. Þarna var fólk úr fjármálageiranum og frá samtökum atvinnurekenda. Eftir kosningar kom strax í ljós, að þetta var rétt. Kosnir þingmenn Viðreisnar komu fram í viðtölum og fluttu skoðanir, sem Sjálfstæðisflokkurinn þorði ekki að halda á lofti. Sögðu, að skattar væru ofbeldi. Að þjóð gæti ekki átt eignir. Þetta pólitíska trúarrugl er í Ayn Rand stíl á hægra jaðri nýfrjálshyggjunnar.