Fundarboð Pírata um viðræður um hugsanlegt stjórnarsamstarf hefur þegar haft markverð áhrif. Eftir daufar móttökur í fyrstu afneitaði formaður Viðreisnar Sjálfstæðisflokknum í morgun. Yfirlýsing hans er skýr og henni verður trúað, þegar Benedikt hefur afneitað Bjarna þrisvar. Í stað ríkisstjórnar Sjálfstæðis og Viðreisnar fáum við stjórn Pírata og Viðreisnar og væntanlega Samfylkingar og Vinstri grænna, sem óneitanlega hljómar betur. Auðvitað er allt þetta háð því, hvað kemur upp úr kjörkössunum. Við bíðum nú eftir nánari útlistunum á, gildi afneitunar Viðreisnar. Samkvæmt orðanna hljóðan fer að birta í pólitík.