Viðskiptapólitíkin

Punktar

Lífeyrissjóðirnir eiga að stunda viðskiptapólitík, hvað sem Baugur segir eða Gunnar Sigurðsson forstjóri. Sjóðirnir eiga að fjárfesta í fyrirtækjum, sem sætta sig við afskipti stéttarfélaga. Í fyrirtækjum, sem reyna ekki að hindra aðild starfsfólks að stéttarfélögum. Í fyrirtækjum, sem reka siðræn viðskipti, til dæmis gagnvart þriðja heiminum og umhverfi mannkyns. Þótt viðskipti séu siðlaus í sjálfu sér, rekin í siðlausu umhverfi ágirndar. Lífeyrissjóðir stéttarfélaga eru hluti af allt öðru og siðlegra hagkerfi. Fyrirmynd er frá Noregi. Viðskiptalífið getur ekki vænzt hlutleysis sjóða.