Klúður Viðskiptaráðs felldi Ísland út af lista yfir samkeppnishæf lönd. Lamaðar skýringar Finns Oddssonar á vb.is segja söguna. Landið er ekki lengur talið meðal 60 samkeppnishæfra ríkja, því að Viðskiptaráð skildi ekki mikilvægi IMD, sem gefur út listann. Finnur taldi, að Viðskiptaráð gæti gefið skít í IMD og neitað að vinna úr gögnum með því. Viðskiptaráð beinlínis hvatti IMD til að finna annan samstarfsaðila. Það er sko ekki tæknilegur vandi, heldur mannlegur. Það er Finni Oddssyni að kenna, að Ísland datt af samkeppnislistanum á erfiðum tíma í fjármálasögu landsins.