Viðskiptaráð sannar kenninguna

Punktar

Hugmyndir Viðskiptaráðs um sölu erlendra eigna lífeyrissjóða eru dæmigerðar. Sýna okkur í hnotskurn, hvers vegna óráðlegt er, að fulltrúar atvinnulífsins séu í stjórnum sjóðanna. Þeir hafa annarra hagsmuna að gæta en sjóðfélaga. Gætu stutt ruglaðar hugmyndir samtaka, sem stuðluðu að núverandi ástandi. Erlendar eignir lífeyrissjóða eru sjóðfélögum lífsnauðsynlegar. Þær dreifa áhættu sjóðfélaga. Færa hana frá innlendum sveiflum, sem oft eru öðru vísi og meiri en erlendar. Lífeyrissjóðir eru stofnaðir til að halda utan um ævisparnað fólks. Ekki til að sjá um hreinsun eftir frjálshyggju-ævintýrið.