Viðstöðulaus umferð

Punktar

Að lækka flatarmálsprósentu umferðarmannvirkja getur ekki verið sjálfstætt markmið. Efnisatriði hljóta að ráða. Slaufur eru góðar við botn Elliðaárvogs, þótt þær væru það ekki í miðbæjarkvosinni. En gott markmið er að byggja ekki stóra borg ofan í litla borg. Frakkar byggðu sinn miðbæ í Marrakech utan við gamla miðbæinn og björguðu menningarverðmætum. Þéttingarsinnar eiga að byggja sér Manhattan í Geldinganesi og láta aðra í friði. Ísland er stórt land og rúmar greiðfær umferðarmannvirki. Gætu verið neðanjarðar að hluta, svo sem Kringlumýrarbraut undir Miklubraut. Umferð í aðalæðum á að vera viðstöðulaus.