Viðstöðulausar æðar

Punktar

Frávik frá viðstöðulausri umferð kosta eldsneyti og valda mengun. Bílar eru í lausagangi á rauðum ljósum og þurfa síðan að fara úr kyrrstöðu í 30-50 km hraða. Allt er þetta viðbót við grunnkostnað eldsneytis og við bílamengun. Mislæg gatnamót á helztu umferðaræðum minnka vandann, sérstaklega ef þau eru með slaufum frekar en umferðarljósum. Velja þarf nokkrar helztu umferðaræðar bíla og koma þar á viðstöðulausri umferð. Undir þetta falla Reykjanesbraut, Miklabraut, Kringlumýrarbraut og hugsanlega Sæbraut. Greiðir fyrir umferð á langleiðum höfuðborgarsvæðisins, sparar eldsneytiskostnað og minnkar mengun.